Thursday, April 12, 2007

en to BOOM....

Verðum að fara að verða duglegri við að setja eitthvað hingað inn.

Vildi bara láta vita af frekar sérstakri lífsreynslu sem ég varð fyrir í gær. Þannig er mál með vexti að vinnan mín er staðsett í litlum strandbæ sem heitir Greve. Rosalega rólegur og sætur bær með ströndina í 5 mín göngufæri. Allt voðalega huggulegt.

Hliðin á vinnunni er svona meðalstór verslunarmiðstöð sem heitir Greve center. Ég fer oftast þangað í hádeginu til þess að borða. Það var einmitt það sem ég ætlaði að gera í gær en þegar ég kem að inngangnum þá var búið að setja lögreglulímband utanum alla verslunarmiðstöðina og lögreglumenn að halda öllu fólki frá.

Ég vissi ekkert hvað var í gangi en nokkuð ljóst að ég kæmist ekki inn þannig að ég byrja að rölta til baka í vinnuna. Þegar ég er búinn að taka svona 20 skref heyrist þá ekki í þessari svakalegu sprengingu frá verslunarmiðstöðinni. Ég skildi ekkert í því af hverju allir voru svona rólegir yfir því að það skildi springa sprengja þarna nokkra metra frá þeim því mér var nokkuð brugðið. Eitthvað sem maður sér ekki á hverjum degi allaveganna.

Ég fékk svo að vita eftir á að um páskana höfðu bankaræningjar víst reynt að sprengja upp banka sem er þarna og skilið eitthvað af sprengiefni eftir. Lögreglan var þá að sprengja leifarnar því hún þorði ekki að flytja það milli staða.

Já held að ég líti ekki sömu augum á litla sæta strandbæinn eftir þetta.

En annars er allt gott að frétta af okkur... Ebba að klára fyrsta skrefið í dönskuskólanum og er svo á leiðinni í atvinnuviðtal í næstu viku þannig að það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því...

En þangað til næst
bæbræbræbæræbræbræbrbrææbræbr