Wednesday, March 28, 2007

Ahhhh ef þetta er ekki lífið.....

Jæja held að það sé kominn tími til þess að við setjum eitthvað hingað inn.

Allt rosalega fínt að frétta af okkur, ég á fullu í vinnunni og Ebba í skólanum sem skýrir að nokkru leyti hvað það er búið að gerast mikið á þessari síðu. Annars gengur okkur bara báðum vel að aðlagast og engin heimþrá farin að gera vart við sig allaveganna ennþá :) Enda skemmir ekki fyrir að núna undanfarna daga hefur veðrið verið að taka við sér og 10-15 stiga hiti upp á hvern einasta dag. Gaman að sjá hvað borgin lifnar við með veðrinu. Fengum lánuð hjól núna seinustu helgi og höfum farið í hjólatúr í kvöldsólinni á hverjum einasta degi síðan.

Við erum búin að gera margt og mikið þennan eina og hálfa mánuð sem við erum búin að vera hérna (djö... líður tíminn hratt). Við tökum saman það helsta og setjum hingað inn á næstu dögum en okkur langaði bara til þess að láta vita að við værum ennþá á lífi og í fullu fjöri!!

bæbræbræbræbær
HogE

Wednesday, March 14, 2007

Ebba in the house

Einhver texti fra Ebbu

Tuesday, March 13, 2007

Ný síða komin í loftið...

Jæja þá erum við búin að henda upp síðu þar sem við getum látið móðinn mása!!!! En to .... ehhhh og þrír..... ? hvad.....